fimmtudagur, september 23, 2004
0 Comments:
Post a Comment
Þetta haust leggst afskaplega vel í mig. Loftið er eitthvað svo svalt og lífið eitthvað svo ljúft. Frostrósir á bílrúðum á morgnana. Laufin einsog þau eru.. já já.
Kennaraverkfallið hefur það í för með sér að mun færri börn mæta í dagvistina í Melaskóla og vinnan mín því hálfgerð afslöppun. Þar get ég fengið mér kaffi og blaðað í frönskum myndasögum. Lukkuláka og Ástríki og svona. Börnin geta séð um sig sjálf, einsog í Afríska þorpinu í fréttunum.
Alveg voðalegt annars með þessar fréttir. Alltaf eitthvað slæmt að gerast útí heimi.
Helvíti höfum við það huggulegt hér á klakanum.