Gundlungur bloggar heiminn
miðvikudagur, október 06, 2004

0 Comments:

Post a Comment

Í bókmenntafræðitíma hér áðan var nemandi sem talaði fjálglega um það hversu uppteknir við íslendingar værum af dauðanum. Að við hlustuðum á dánarfregnir og læsum minningargreinar okkur til skemmtunar. Mættum jafnvel á jarðarfarir ókunnugra, svona af því við fílum prestinn eða orgelleikarann.

Máli sínu til stuðnings varpaði hann fram þessari fullyrðingu:
Á meðan stúlkurnar í USA hafa skipulagt brúðkaup sitt áður en þær finna sér maka hafa sprundin íslensku ákveðið sitt útfararstef löngu áður þær kenna síns dauðameins.

Ekki skal ég dæma um sannleik þessarar fullyrðingar enda allskostar ófær um að setja mig í konunnar spor eða ganga í hennar smáu skóm. Hvað þá að feta í þeim flókna krákustíga kvenlegra duttlunga.

..en ég veit hvaða lag verður í jarðaförinni minni.

-- Skreif Gulli kl.13:53 -- 0 Komment