Gundlungur bloggar heiminn
miðvikudagur, október 13, 2004

0 Comments:

Post a Comment

Ég hafði ekki undan að stroka sníkjukrækjur út úr helvítis gestabókinni svo ég setti inn nýtt kommentakerfi. Hinar siðlausu auglýsingaaðferðir internetsins hafa sett alvarlegar hömlur á getu einstaklingsins til að tjá sig í gestabókina mína.. og annarra.

Ég og Steinn fórum á fætur eldsnemma í morgunn og sóttum hann Þormóð frænda á BSÍ. Hann var að koma úr tónleikaferðalagi, blessaður drengurinn, og hafði margar sögur að segja. Það voru mest sögur um dóp og smygl, uppáferðir og slagsmál en svo sagði hann okkur líka sögu um konu sem vaknaði minnislaus á lestarstöð og þurfti að ferðast um alla Evrópu í leit að syni sínum sem hún mundi ekki eftir. Það var falleg saga.

-- Skreif Gulli kl.11:14 -- 0 Komment