Gundlungur bloggar heiminn
fimmtudagur, október 28, 2004

0 Comments:

Post a Comment

halló krakkar. ég heiti gulli og ég get ekki blístrað í sturtu. ég held það sé ekki hægt. í nótt var ég staddur í skrifstofubyggingu þar sem naut ætlaði að stanga mig og ég reyndi að flýja með því að stökkva gegnum rúðu en rúðan brotnaði ekki. það var draumur. mig dreymdi líka annan draum sem hefur angrað mig svolítið í dag. ekki svona draumur sem maður segir frá held ég. bróðir minn á afmæli í dag. hann heitir Eldjárn og er tuttuguogeinsárs upprennandi lögfræðingur. ungur maður á uppleið. stærri en bróðir sinn og bráðum ríkari líka. þessvegna fær hann eina stóra stafinn í þessari færslu. en ég heiti gulli og ég hef aldrei fengið sinadrátt. ýkt heppinn.

p.s. spreytið ykkur á kvikmyndagetrauninni. hún er erfið, en verðlaunin eru í samræmi við það: pulsa með öllu og koss á augað.

-- Skreif Gulli kl.13:11 -- 0 Komment