Gundlungur bloggar heiminn
föstudagur, október 08, 2004

0 Comments:

Post a Comment

If Barbie was a real woman, she'd have to walk on all fours due to her proportions.


Ég held áfram að fleyta kerlingar á lífsins vatni og nú er aftur kominn föstudagur. Ég ætla að tileinka þessa færslu honum Tóta sem átti afmæli í gær og þakka um leið fyrir skemmtilega afmælisveislu. Þeir taki það til sín sem eiga.

Í tilefni gærdagsins héldum við nefnilega eilítið matarboð heima hjá Þórunni og Pésa, nokkrir krakkar. Þar var drukkið og skrafað og farið í samkvæmisleiki. Flugvélaleikurinn endaði að vísu fremur illa; Gunnhildur fleygði sér á rafmagnsorgel, úr nokkurri hæð og með bundið fyrir augun. Þetta gerði hún í fullkomnu trausti á okkur, sem eigum að heita vinir hennar. Hún marðist svolítið á höndum og baki og fékk slæmt högg á nefið, en hló svo bara að öllu saman og lét sem hún sæi ekki blóðið sem seytlaði yfir fötin hennar og niður á gólf;
heitir lækir úr holdsins iðrum.


-- Skreif Gulli kl.10:30 -- 0 Komment