Gundlungur bloggar heiminn
sunnudagur, október 24, 2004

0 Comments:

Post a Comment

jamm. þá er helginni senn að ljúka og lífsins skyldur glotta til mín íbyggnar gegnum mistur ókominna daga. þokubakkar þess óorðna gusta kaldir um fætur mér og ég sigli stjórnlaust inn í hvítt tómið með hönd á brjósti. tirandi viprur um munnvikin og tár í augum.
lamb á leið til slátrunar.

mig langaði nú til að deila fleiru með ykkur en nú er verið að loka bókhlöðunni og húsvörðurinn stendur óþolinmóður fyrir aftan mig. komdu þér út segir hann.
farðu

-- Skreif Gulli kl.16:07 -- 0 Komment