Gundlungur bloggar heiminn
þriðjudagur, október 19, 2004

0 Comments:

Post a Comment

jæja jæja. í dag komast börnin ekki í skólann fyrir verkfalli og þau fara örugglega ekki út að leika sér því þá mundu þau bara fjúka lönd og leið. líklega sitja þau bara heima hjá sér og fletta bókum. í dag eru öll börnin á landinu heima að blaða í gömlum skruddum.
það held ég.

ég hef svolitlar áhyggjur af heimiliskettinum, honum Jóni, sem er úti í óveðrinu núna. háaldrað eineygt kvikindi sem við fjölskyldan höfum átt í rúm tíu ár. hann má ekki vera inni að lesa á daginn því þá kúkar hann á gólfið. það er vegna þess að hann kemst ekki út til að ganga örna sinna í faðmi náttúrunnar einsog hverjum sómasamlegum ketti er eðlislægt. aumingja kallinn. sá hefur nú hlotið misjafnan byr í veraldarvolkinu og ekki laust við að lífsins ólgusjór hafi stöku sinnum keyrt hann í kaf. en honum tekst þó á einhvern undraverðan hátt að halda geðprýði sinni, þessi hetja. einstaklega geðprúður köttur, hann Jón. hegðar sér eins og engill bara.
jájá. það er kannski ekki mikið gagn í honum ræflinum en hann er sosum ekkert fyrir okkur heldur.
það má hann eiga.

-- Skreif Gulli kl.11:27 -- 0 Komment