Gundlungur bloggar heiminn
þriðjudagur, október 12, 2004

0 Comments:

Post a Comment

á þriðjudögum er ég í skólanum frá kl.8 til 18 en frá tíu til þrjú er ég í stóru gati sem réttast væri að nota til að læra. Það geri ég þó sjaldnast. Í dag nýtti ég frítímann með því að fara í bankann á Skólavörðustíg og taka út orlofið mitt. Ég var nefnilega orðinn blankur fyrir tíunda og sá ekki fram á að geta tórað kaffilaus í skólanum í tuttugu daga. Svona er nú komið fyrir manni.
Til að halda upp á þetta nýfengna fé ákvað ég að setjast á Kaffibarinn og innbyrða svolítið koffín. Þar hitti ég fyrir hann Örn frænda minn og varð hvor öðrum feginn.
Við vorum niðursokknir í spennandi rökræður um andleg málefni þegar hjá okkur settist breskur auðkýfingur, George að nafni, og vildi ólmur blanda sér í samræðurnar. Við vorum ofurlítið feimnir við þennan ókunna mann til að byrja með enn hann reyndist vera hinn ágætasti fír og við slóum saman á létta strengi eins og [þessi] mynd ber vitni um.

-- Skreif Gulli kl.14:19 -- 0 Komment