Gundlungur bloggar heiminn
fimmtudagur, október 14, 2004

0 Comments:

Post a Comment

Ó, vetursins angurværð vefðu mig örmunum þínum
því vonskunnar náttmyrkur leggst yfir hjartað mitt unga
Þótt haustlaufin döpur af himnunum falli með þunga
þú hlærð hverja nótt, eins og ungbarn í draumunum mínum


jájá. Svona haustljóð í tilefni árstíðarinnar skiljiði. Og hver er það sem hlær svona einsog ungbarn í drumunum þínum Guðlaugur, spyrjið þið. Ætli það sé ekki bara hann Tóti. Nei, ég veit.. Finnur Pálmi! Hann hlær einsog ungbarn, er það ekki?
..annaðhvort hann eða Tóti. Ég veit það ekki.

En ég er nú bara svona að reyna að halda tempóinu í bloggfærslunum. Búinn að vera duglegur uppá síðkastið. Duglegri en vanalega allavega. Duglegur Guðlaugur. Guðlaugur duglegur. Hugleikur Guðlaugur... og Finnur Pálmi.
Sjitt, ég get ekki verið alvarlegur í meira en tvær setningar.

-- Skreif Gulli kl.10:40 -- 0 Komment