Gundlungur bloggar heiminn
þriðjudagur, nóvember 02, 2004

0 Comments:

Post a Comment

Þar sem ég sit nú og stari í mislitar díóður tölvuskjásins leyfi ég huganum að reika frjálsum um óravíddir draumheimsins í veikri von um að rekast þar á eitthvert haldfesti, e.t.v. í formi hugmyndar að handriti því einu slíku þarf ég að unga út úr minni ófrjóu sköpunargáfu í dag ellegar sætta mig við eilífa útlegð úr hinu akademíska samfélagi, í hverju ég lifi og hrærist með Damóklesarsverðið hangandi yfir mér öllum stundum, skjálfandi eins og rottan sem ég er af hræðslu við að mitt sanna eðli verði brátt öllum ljóst og ég ausinn fúkyrðum, flettur klæðum, yfirskyrptur og rekinn nakinn og hrákablautur út á frostharðan vinnumarkaðinn, vanmenntaður og óhæfur um að inna af hendi eitt ærlegt handtak.

Biðjið fyrir mér. Oft var þörf en nú er nauðsyn.

-- Skreif Gulli kl.11:03 -- 0 Komment