Gundlungur bloggar heiminn
miðvikudagur, nóvember 17, 2004

0 Comments:

Post a Comment

er það óttinn sem lekur eins og skömm af lærum þínum?
ég fór á Stúdentakjallarann í gær í tilefni íslensk-tungu dagsins og hlustaði á valinkunn skáld flytja sögur og ljóð. það var ekki leiðinlegt, en hefði getað verið skemmtilegra, hefði ég t.d. verið vel sofinn og andlega hress. ég var meira svona til baka og tók ekki virkan þátt í samræðunum í kringum mig. potaði kannski inn einni og einni athugasemd þegar þögnin var í þann mund að koma upp um mig, eða hóstaði upp andsvari þegar orðum var beint að mér.

hve oft leyndist strengur í brjósti sem brast
við biturt andsvar gefið án saka?

í dag er ég í gati frá tíu til eitt og veit ekkert hvað ég á við tímann að gera, sem er svolítið skrýtið. ég man ekki eftir að hafa lent í því áður. kannski ég skokki niður í bæ. kaupi mér riffil.
Jeff Who í kvöld, Mugison á morgun, vísindaferð á föstudag og listasýning laugardag. Ég þarf að gera verk fyrir listasýninguna og skiiil ekki hvar ég get stolið mér tíma í það.
jú, tíminn er núna. láttu ekki slá þínu lífi á frest, heldur lifðu því nú, það er best.

-- Skreif Gulli kl.11:23 -- 0 Komment