Gundlungur bloggar heiminn
miðvikudagur, nóvember 03, 2004

0 Comments:

Post a Comment

hæ, ég er lambið. þvoist í blóði mínu og yður mun hlotnast hamingja. ó hvílík gleði að baðast í blóði lambsins.

Andlegt kvalræði gærdagsins ól af sér óljósa hugmynd af litlu handriti sem ég las svo í tíma, munúðarfullri röddu og bekkurinn hlustaði með andakt. Að lestrinum loknum leit ég kvíðinn á kennarann. Af ásýnd hans og augnarráði las ég eftirfarandi: Þú slappst með skrekkinn í þetta skiptið Guðlaugur, en þess verður ekki langt að bíða að þú takir feilspor á þverhnýptu einstigi menntavegsins og þá mun ég sjá til þess að þú hrapir niður í svaðið.
Þar með var þungu fargi létt af herðum mínum og ég gat með góðri samvisku eitt kvöldinu í öldrykkju og ómerkilegt skraf með vinum mínum.

æi, annars hef ég ekki mörgu að segja frá. Jú! Ég er að fara til Amsterdam yfir jólin. Þar bíður hann Hjörtur eftir mér með opinn faðminn og tár í augum.
..kannski sultardropa á nefinu og slef úr munnvikunum, svona til að bæta á tilfinningahitann.
Við sjáumst bráðum Hjörtur minn. Ég hlakka svo til.

-- Skreif Gulli kl.11:11 -- 0 Komment