Gundlungur bloggar heiminn
mánudagur, nóvember 08, 2004

0 Comments:

Post a Comment

jæja krakkar. Það fór nú betur en á horfðist með þessa helgi. Þið sjáið á færslunni hér að neðan að hún lofaði ekki góðu, það er færslunni frá því á laugardaginn. Þá vældi ég slippur og snauður yfir ástandinu og eygði ekki ljósglætu í myrkri minna viðbjóðslegu blankheita.
Þetta var áður en ég fór að tengja hugtökin sannir vinir og velgjörðarmenn við ákveðna aðilla innan félagahópsins. (Ég er hér að tala um Stein og Mörtu. Megi þau lengi lifa!)
Víst er það niðurlægjandi að taka við ölmussu frá vinum sínum en nú hafa yfirmenn bankanna fengið að heyra það. Mín fjármál voru endurskoðuð og mér mun brátt bættur sá skaði sem mistök þessara fyrirtækja ollu minni hugarró. Það mun reynast þeim háu herrum dýrkeypt að hræra í fjármálum Guðlaugs að honum forspurðum. Hausar munu fá að fjúka, því var mér lofað.
Það er siðferðileg skylda þeirra sem ábyrgðina bera að segja upp störfum hið snarasta.

Nóg um það. Steini og Mörtu mun ég launa ríkulega og svo þarf ég að borga henni mömmu, því hún lánaði mér pening fyrir skóm. Það er henni að þakka að í dag er ég þurr í fæturna. Takk mamma.
..og lesi hún þessi mín orð, þar sem finnast mun eigi
sú lína sem hún ekki kveikti mig grunar hún segi:
Hver mun þessi kona?
og kannist ekki við neitt
..jújú. Hún mamma hlýtur nú að átta sig á því.

-- Skreif Gulli kl.10:11 -- 0 Komment