Gundlungur bloggar heiminn
þriðjudagur, nóvember 16, 2004

0 Comments:

Post a Comment

jussu jussu. í dag er dagur íslenskrar tungu og Jónas Hallgrímsson og Marta eiga afmæli. húrra fyrir þeim. svo skrópuðu kennararnir í skólanum í dag og í gær og Old Dirty Bastard varð bráðkvaddur. ég hlustaði nú lítið á hann hvort eð er.

minn fór á bíó á sunnudaginn var. sá myndina The Grudge með Söru Michelle Gellar. það var svo sannarlega óhugnarleg mynd. ég varð alveg skíthræddur en hann Bergur frændi, hann varð ennþá hræddari. hann bókstaflega æpti af hræðslu í nokkrum atriðunum. það voru svona djúpróma og karlmannleg öskur, meira eins og sársaukastunur. nú hlæ ég þegar ég hugsa um ópin þau.

-- Skreif Gulli kl.20:16 -- 0 Komment