Gundlungur bloggar heiminn
laugardagur, nóvember 06, 2004

0 Comments:

Post a Comment

Konungsríki mitt fyrir snefil af einbeitingu!

Sama og ekkert hefi ég skrifað en þó hef ég setið hér á bókhlöðunni frá því eldsnemma í morgun. Eirðarleysið er að drepa mig og nú ætla ég að flýja niður í bæ. Kíkja á Asíu með Steini.

Bankinn tók af mér yfirdráttinn, helvískur. Einhver gjaldkerinn hefur misskilið mig, og nú á ég engan pening. Útibúið mitt lokað og ekkert hægt að gera fyrr en á mánudaginn. Steinn verður að lána mér fyrir eggnúðlum og ég verð að ganga í götóttum skóm í viku í viðbót. Planið var nefnilega að kaupa skó í Kolaportinu þessa helgi.

Deyið, skilningssljóu gjaldkerar þessa heims!

-- Skreif Gulli kl.16:36 -- 0 Komment