Gundlungur bloggar heiminn
föstudagur, nóvember 26, 2004

0 Comments:

Post a Comment

Mér finnst ég vera padda. Ástigin padda sem liggur hálf undir riffluðu skófari milli grárra tyggjóklessa. Framparturinn í maski og um brotna skelina leka iðrin niður á stéttina en afturfæturnir pata aumlega út í loftið; ég lifi enn þrátt fyrir lemstrið.
Djöfull.

Það er semsagt föstudagur í dag. Sumsé. Ólíklegt samt að verði fastað. Kraptakvöld íslenskunema í kvöld. Ég mæti af skyldurækni, þó mínir kraptar séu eiginlega á þrotum. Við skulum sjá hvort ég hressist ekki þegar líður á kvöldið. Ég er þessa stundina staddur á dalsbotni minnar andlegu lægðar. Það er táradalurinn. Fegurstur allra dala.

-- Skreif Gulli kl.10:21 -- 0 Komment