Gundlungur bloggar heiminn
sunnudagur, nóvember 28, 2004

0 Comments:

Post a Comment

Það voru nokkurskonar litlu-jól heima á Sörlaskjólinu í gær. Þangað mætti fríður flokkur fólks í mat klukkan sjö, þ.á.m. Knútur nokkur. Ég hef aldrei hitt þann mann, en að sögn foreldra minna er hann merkilegur fyrir það að kunna Dýrin í Hálsaskógi utanbókar. Hann var ekkert að básúna þeirri kunnáttu í matarboðinu og mér sýndist þetta vera ósköp venjulegur gaur. Örlítið lægri en meðalmaður á hæð, karlmannlegur í vextinum, alskeggjaður með lítil gleraugu. Upplitsdjarfur, góðlegur og glaðlegur með miðlungsdjúpa rödd og ákaflega skýran framburð; norðlenskan. Eflaust góður kvæðamaður.
Auk hans komu Imba, Ragnar, Ingunn og Áskell, en þau eiga allir að þekkja.
Móðir mín hafði margt brallað í eldhúsinu yfir daginn og nú voru afköstin borin í gestina. Rjúkandi pokabaunir og heimabakað brauð í forrétt og auðvitað var brennivínsflaskan tekin úr frystinum til hátíðabrigða. Taðreykt hangikjötslæri úr skagafirðinum hafði hún soðið í potti og til að auka enn á fjölbreytnina var með þessu annað afbrigði hangikjöts, frá Sláturfélagi Suðurlands, borið fram kalt. Kartöflur í uppstúfi, rauðkál og upphitaðar grænar baunir. Kalifornískt rauðvín, íslenskur bjór, malt og brennivín. Vituð ér enn -eða hvað?

-- Skreif Gulli kl.16:30 -- 0 Komment