Gundlungur bloggar heiminn
mánudagur, nóvember 22, 2004

0 Comments:

Post a Comment

What is love, baby don´t hurt me, don´t hurt me no more. aíaíaíaía. Svona söng hann Haddaway kallinn einusinni og svo skíðaði hann í Ölpunum með henni Kötu vinkonu. Þessari sömu Kötu var ég einmitt að hjálpa áðan með tölvuna sína. Þannig tengjumst ég og Haddaway. Stuttu síðar skutlaði ég Þormóði frænda mínum á Bókhlöðuna, en hann horfði einusinni á Pet Semetary með Björk Guðmundsdóttur. Tóta frænka hitti Harrison Ford á Laugaveginum um daginn og sjálfur sá ég glitta í Forest Whitaker á Sirkus, fyrir ekki ýkja löngu síðan. Það sama kvöld réðust á mig þrír sjómenn.

Kvöldið sem nú var að líða skartaði þó hvorki sjómönnum né frægu fólki. Hinsvegar fékk ég fyrirtaks kvöldverð hjá þeim sambýlingum Steini Þorkeli og Unni Eddu. Það var Unnur sem eldaði og fær hún plús í kladdann fyrir sína afbragðsgóðu hnetusósu. Steinn fær stjörnu fyrir að vera þessi vel heppnaða blanda af ljúfmenni og rudda sem hann er.

-- Skreif Gulli kl.23:10 -- 0 Komment