Gundlungur bloggar heiminn
miðvikudagur, desember 01, 2004

0 Comments:

Post a Comment

ég arkaði glaður í bankann minn í dag. skellti Vísakorti á borðið og sagði: "jæja, nú vil ég taka út 30þúsund krónur til að borga honum Steini frænda!".
gjaldkerinn hristi höfuðið, skellti í góm og svaraði: "þú getur ekki tekið út meira en 15þúsund krónur á sólarhring vinur minn. það mun því taka þig þrjá daga að borga frænda þínum, og fyrst þú ert ekki með PIN númer þarftu að gera þér ferð í útibúið á Seltjarnarnesi fyrir klukkan fjögur þrjá daga í röð og þar sem þú átt ekki bíl mun þetta kosta þig u.þ.b. sex klukkutíma af lífi þínu. klukkutíma sem hefðu getað farið í bóklestur". síðan tróð hann upp í sig nokkrum gíróseðlum og stakk penna á kaf í hálsinn á sér.
ég veit ekki hvort það var blóðmissirinn eða súrefnisleysið sem að lokum friðuðu hinn ógæfusama gjaldkera en tel að hann hafði breytt rétt. í þessu bjúrókrasíu helvíti sem við lifum í er leiðin út hin eina rétta leið.

-- Skreif Gulli kl.18:18 -- 0 Komment