Gundlungur bloggar heiminn
laugardagur, desember 18, 2004

0 Comments:

Post a Comment

já já. ég kláraði semsagt helvítis prófin. síðan þá hef ég verið undir áhrifum. mér þykir áfengisvíman ekkert sérstök, en hún er skárri en andskotans hversdagsleikinn. þessvegna er ég fullur. ég á að vísu eftir að skila af mér einu handriti en ég er að spá í að sleppa því bara. annars sagði stjörnuspáin að ég yrði rosalega duglegur á morgunn. ég sé það ekki gerast.

ég er núna heima hjá steini sötrandi bjór og í tövunni. Belle og Sebastian í græjunum. Steinn og Tóti sitja inni í næsta herbergi og gegnum dillandi tónlistina heyri ég þá skrafa í hálfum hljóðum. það er ógerningur að greina orðaskil, en mig grunar að þeir séu að tala um mig, strákarnir. það er eitthvað svo alvarlegur tónn í þeim. kannski eru þeir að ræða það hvernig best sé að losna við mig úr húsinu. ég kom fullur og óboðinn. ruddist bara inn með bjórinn minn og settist við tölvuna. setti tónlist á fóninn. ef þeir biðja mig að fara ætla ég að verða alveg brjálaður. öskra og brjóta eitthvað.
þannig gerir fullt fólk.

-- Skreif Gulli kl.21:03 -- 0 Komment