föstudagur, janúar 28, 2005
0 Comments:
Post a Comment
austast í austurbænum
þar eru vorkvöldin björt
en vestast í vesturbænum
eru vetrarmyrkrin svört
þannig syngur Megas í græjunum og uppþvottavélin tekur undir með lágu kurri. fyrir utan gluggann kúrir náttrökkrið og bíður þess að ég slökkvi ljósin svo það geti lagst yfir íbúðina. sveipað hana hlýjum skugga.
annars var ég að fara að bursta tennurnar en settist óvart við tölvuna og fór að skrifa á bloggið. þetta varð útkoman.
góða nótt.