Gundlungur bloggar heiminn
fimmtudagur, janúar 20, 2005

0 Comments:

Post a Comment

það er ekkert að frétta. status quo, eins og þeir segja. tilveran eins og gamalt tyggjó, eins og frosinn drullupollur, og ég hér á bókhlöðunni, brosandi út í annað en um leið grátandi út í hitt, vanmáttugur gagnvart hinu yfirþyrmandi tilbreytingarleysi míns auma lífs. ég meina, lífið.. hvað í andskotanum er það eiginlega? harðfiskur, sagði einhver. lotterí annar. lag sagði Eiríkur Hauksson. en það eru bara getgátur. sannleikurinn er nefnilega sá að það veit þetta enginn.
ég giska á svínslæri.

-- Skreif Gulli kl.20:03 -- 0 Komment