Gundlungur bloggar heiminn
fimmtudagur, janúar 06, 2005

0 Comments:

Post a Comment

ég er í tölvunni heima hjá Steini. Hann er að ryksuga í stofunni og þess á milli fer hann út og reykir sígarettu. ég er hinsvegar hættur að reykja, svona fyrir þá sem vita það ekki. Innan úr eldhúsi æpa hrossabjúgu úr sjóðandi potti. þau verða ekki tilbúin fyrr en eftir 50 mínútur eða svo. þá verður klukkan hálf ellefu! af hverju sagði mér enginn að það tæki klukkutíma að sjóða hrossabjúgu?

Hvimleitt þykir hvurjum fýr
hvursu hika bjúgun mín
Sýgur kvikur, sæll og hýr
Steinninn ryk og nikótín

jájá. hahaha. ferskeytlur og svona eitthvað. ég spilaði Fimbulfamb í gær og langt fram á aðfararnótt dagsins í dag. magnað alveg, þetta spil. ég hafði aldrei fimbulfambað fyrr og var svolítið feiminn svona til að byrja með. nei ég var ekkert feiminn, hvaða vitleysa. enda var ég í góðra vina hópi, með Tótu og Pésa og Kötu og Völu (sem ég þekki reyndar ekki neitt, eða öllu heldur þekkti ekki neitt. við kynntumst nokkuð vel í gegnum spilið. hún er slóttug, hún Vala. svo mikið veit ég). það var allavega rosa gaman og ég mæli hérmeð með Fimbulfambi. svo væri gaman að prufa einhverntíma Popppunktinn hennar Tinnu. ég held hún eigi það.

-- Skreif Gulli kl.21:35 -- 0 Komment