þriðjudagur, febrúar 01, 2005
0 Comments:
Post a Comment
bókhlaðan. musteri kaffidrykkju og framtaksleysis. þar sit ég horfi girndaraugum á nokkrar þrýstnar stúdínur sem flissa saman yfir einhverju hagfræðiverkefni. ein þeirra skáskýtur augunum til mín, roðnar og strýkur hendi gegnum þykkt hárið. hún hefur stórt ör á hálsinum sem mér sýnist að sé eftir hundsbit. ég hef ekki lesið staf í dag. mig langar í útilegu. mig langar í kaffi. tíminn heldur áfram að hlaða klukkustundunum ofan á valtan turn ævi minnar.