Gundlungur bloggar heiminn
miðvikudagur, febrúar 02, 2005

0 Comments:

Post a Comment

í dag er ég draghaltur. haltur sem drag. ég nefnilega slasaði mig í fimleikum á mánudaginn. tók eitthvert dauðahopp á trampólínunni og klakk! fóturinn snérist í hálfhring undir mér og ég hrundi organdi í gólfið. eftir u.þ.b. eina mínútu var sársaukinn svo algerlega horfinn. ég gat meira að segja staðið í fótinn án teljandi vandræða. það var ljóst að meiðslin voru ekki alvarleg og ég dauðskammaðist mín fyrir að hafa hljóðað svona eins og ungabarn. hinsvegar varð ég himinlifandi þegar ég vaknaði daginn eftir og gat ekki gengið.
það má segja að heltan hafi bjargað mannorði mínu; ég er karlmenni og ég æpi ekki eins og aumingi út af engu. nei, ég æpti eins og aumingi því ég tognaði.

-- Skreif Gulli kl.10:04 -- 0 Komment