Gundlungur bloggar heiminn
föstudagur, febrúar 18, 2005

0 Comments:

Post a Comment

föstudagur. þegar ég var búinn í skólanum fór ég með Kötu í bæinn. skoðaði búðir og kaffihús. núna er ég að stelast til að blogga í vinnunni. það er vísindaferð á eftir, klukkan hálf fimm, og þegar ég er búinn í henni ætla ég að skjögra heim til Kidda og hitta þar nokkra félaga mína úr MH. drekka með þeim barmafulla skál sælla minninga liðinna tíma. næst á dagskránni er svo að hitta Tinnu vinkonu og drekka henni til samlætis. það er orðið langt síðan við sprelluðum saman, við Tinna. eftir alla þessa drykkju býst ég fastlega við því að vínandinn taki við stjórninni og leiði mig inn í tómið. hvar ég vakna svo veit enginn nema... jah, það veit það bara enginn.

-- Skreif Gulli kl.13:59 -- 0 Komment