Gundlungur bloggar heiminn
þriðjudagur, febrúar 15, 2005

0 Comments:

Post a Comment

hlýði á mig allir þeir sem upplifað hafa sanna gleði.
bergið með mér af sorgarinnar botnlausa kaleik.

ég sit á bókhlöðunni en hefur lítið orðið úr verki. gömul saga og ný. Steinn hringdi í mig áðan til þess að tilkynna mér að íbúðin sem hann leigði síðasta sumar væri brátt aftur laus. ef þig vantar íbúð, Gulli minn, sagði hann, getur þú leigt hana fyrir lítið fé. ég spurði hvern andskotann ég ætti að gera með íbúð, búandi hjá foreldrum sem elda ofan í mig endurgjaldslaust á hverjum degi. síðan skellti ég á.

Kata, sem sat við hliðina á mér meðan á samtalinu stóð, varð áhugasöm þegar hún heyrði minnst á íbúð og tók að spyrja mig nærgöngula spurninga um leiguverð og fleira. kemur í ljós að hún þráir ekkert heitar en að flytja í Þingholtin (þar er íbúðin) með Gulla vini sínum og með nokkrum stuttum og hnitmiðuðum rökfærslum tókst henni að sannfæra mig um að Gulli þráir ekkert heitar að búa þar með henni. á örskotsstundu höfðum við planlagt þessa sambúð okkar og meira að segja gert fjárhagsáætlun, ákveðið hvernig við skyldum skipta íbúðinni og hver ætti að vaska upp hvaða dag. framtíðin, sem fram að þessu hafði í huga mér verið sem myrkvaður gangur í mannlausm kjallara, tók nú á sig nýja og bjartari mynd. komandi sumardagar birtust mér í draumkenndri móðu, myndir af mér og Kötu að grilla úti á svölum; að versla brauð í bakaríinu. allt var þetta farið að líta óskaplega vel út og Kata hringdi í Stein til að segja honum að við skyldum taka hans kostaboði. en skyndilega mundi hún eftir köttunum sínum, tveimur skítugum kvikindum sem tekist hefur að leggjast yfir hana Kötu litlu eins og ólæknandi pest. Kettir eru ekki velkomnir í Þingholtin, a.m.k. ekki í téða íbúð.

Þar með hvarf vonin um gleðilegt sumar. draumurinn um betri tíð étinn upp af þessum viðbjóðslegu læðum.

góðar stundir.

-- Skreif Gulli kl.15:59 -- 0 Komment