Gundlungur bloggar heiminn
miðvikudagur, febrúar 09, 2005

0 Comments:

Post a Comment

will yo stay with me, will you be my love segir Eva Cassidy af því hún er að syngja Fílds of góld eftir Sting, sjálfan byssustinginn, eins og pabbi var vanur að kalla hann. Neih! minn barað hlustá sjálfan byssustinginn sagði hann ef ég var að spila pólís inni í herbergi. svo klappaði hann mér kannski á bakið, kláraði úr pilsnernum og hrækti á gólfið.

hann pabbi er doktor í jarðfræði.

talandi um það.. kötturinn minn er eitthvað veikur í dag. ég held hann sé stíflaður. hann er sífellt að reyna að kúka í sandinn sinn en ekkert gerist. ég hef horft upp á hverja misheppnaða tilraunina á fætur annarri og að lokum fór ég sjálfur og gekk örna minna. ég er svo déskoti meðvirkur.
kettinum skánaði ekki við það.

-- Skreif Gulli kl.18:34 -- 0 Komment