Gundlungur bloggar heiminn
þriðjudagur, mars 01, 2005

0 Comments:

Post a Comment

ertu búinn að lesa mikið, spurði Sunna, samstarfskona mín og skólafélagi þegar ég mætti til vinnu minnar í gær.
lesa hvað, spurði ég og horfði tómlega framan í hana. Hún hafði stafla af útprentuðum blöðum í skauti sér.
nú, lesa fyrir prófið á morgun fíflið þitt, svaraði hún brosandi og sparkaði af alefli í sköflunginn á mér. Vissiru ekki að það er 40%próf í málnotkun eldsnemma í fyrramálið?
Nei, sagði ég og haltraði burt.
Sunna er alltaf í hermannaklossum.

ég fór sumsé í þetta helvítis próf núna áðan og skrifaði einhverja vitleysu þar sem beðið var um skýr og greinargóð svör við spurningum sem ég vissi ekki svarið við.
af hverju sagði enginn mér frá þessu prófi fyrr?
af hverju fengum við ekki tilkynningu í tölvupósti?
hvað kostar kaðall og hvernig bindur maður hengingarsnöru?

mér verkjar í sköflunginn og ég er þágufallssjúkur

-- Skreif Gulli kl.11:39 -- 0 Komment