Gundlungur bloggar heiminn
mánudagur, mars 14, 2005

0 Comments:

Post a Comment

Ég vaknaði í grárri frostbirtu um dagmál og tók inn pensilín. Smjörið bráðnaði ekki á brauðinu mínu því ég þurfti að leita lengi að hreinum smjörhníf innan um ranimoskið inni í eldhúsi. Þau fóru eitthvað illa í mig, lyfin, og ég keypti mér AB-mjólk á bókhlöðunni en sá um leið að ég var orðinn seinn á fund. Höskuldur sat á skrifstofu sinni og blaðaði í bók.
Ég er seinn, sagði ég því ég var seinn.
Það gerir ekkert. Ég var að lesa.
Var það fróðlegt?
Það voru kenningar, svaraði hann. Ég sá hann var nýklipptur.
Mig verkjaði í hnéð þegar ég settist á kaffistofuna og svaraði í símann minn. Það var Steinn. Hann var að borða kjötloku, misheita því örbylgjuofninn snéri ekki disknum.

-- Skreif Gulli kl.12:46 -- 0 Komment