Gundlungur bloggar heiminn
föstudagur, mars 18, 2005

0 Comments:

Post a Comment

hvað skal segja.. eitthvað að frétta? vissulega. ég nýtti gærdaginn í ritgerðarskrif og svo fór ég í fimleika líkt og væri ég skipulagður einstaklingur, sem ég í raun er ekki. ég og Bergur fórum svo heim til mín og horfðum á Desperate Housewives og var það hin fínasta skemmtun. Má vel vera að eitthvað fleira hafi gerst og meira krassandi, en mitt skriflega pókerfés meinar ykkur aðgang að öllu því sem kalla mætti persónulegar upplýsingar.
En gærdagurinn var sumsé góður dagur.

í dag finn ég að kálfar mínir eru að stirðna sem ég tel vera ávísun á veikindi. Að auki hef ég týnt u.þ.b. fjórum húfum í vikunni. Húfutjón er hvimleiður fylgifiskur athyglisbrests og í mínu tilfelli eina sjúkdómseinkennið. næstum.

Nú er það bara vísindaferð uppí Mastercard.
I know a Gull, a Gull called Party, PartyGull!

-- Skreif Gulli kl.17:29 -- 0 Komment