Gundlungur bloggar heiminn
föstudagur, mars 18, 2005

0 Comments:

Post a Comment

jæja. ég var að enda við að taka eitt stykki útlending í nefið í skák. útlendingar sökka í skák, allir sem einn.

undarleg staðhæfing. ég gæti umorðað hana svona: aðeins íslendingar sökka ekki í skák (ef ég gef mér að aðeins íslendingar séu ekki útlendingar). en hvað um það. þetta var ósönn fullyrðing. ekki þverstæða, heldur fjarstæða, eins og þar stendur. það stendur reyndar hvergi. nema hér.

svona hleyp ég í kringum sjálfan mig í örvæntingarfullri tilraun til að halda uppi þessari innihaldslausu einræðu sem bloggið mitt er. hver setning óumbeðin afleiðing þeirrar sem á undan kom. kynslóð eftir kynslóð af slysabörnum. soldið eins og lífið.

undarlega samsett orð samt, kyn-slóð.

þangað til næst..

-- Skreif Gulli kl.11:14 -- 0 Komment