Gundlungur bloggar heiminn
þriðjudagur, mars 29, 2005

0 Comments:

Post a Comment

voðalega get ég bullað á þetta blogg. þeir sem þekkja mig ekki halda ábyggilega ég sé fábjáni. það er ég ekki. sjálfur trúi ég því að minnsta kosti að ég sé skarpskyggn yfir meðallagi, og ég veit ég er víðlesnari en Guðni Kolbeinsson, það sagði hann mér sjálfur. ég er hinsvegar bæði fordómafullur og svifaseinn. óframfærinn, fíknsækinn og þrætugjarn. ég slæ mönnum sjaldan gullhamra, gleymi afmælisdögum og hreyfi mig undarlega, sumir segja laumulega, er flóttalegur til augnanna og frussa þegar mér rennur í skap. ég tel þetta upp svo að allir geti séð að mín bloggsíða er ekki vetvangur sjálfsupphafningar eða -runkunar, eins og frændi minn Þormóður heldur fram með uppgerðar-spekingssvip þegar hann veit að margir heyra til. þvert á móti. á þessum síðum dreg ég sjálfan mig í svaðið. viðra mína galla og básúna minn breiskleika með tilheyrandi stafsetningar- og málfarsvillum sem enn frekar undirstrika þá staðreynd að ég er aðeins mennskur eins og þið, ef ekki mennskari.

-- Skreif Gulli kl.18:33 -- 0 Komment