mánudagur, apríl 25, 2005
0 Comments:
Post a Comment
afsakið færsluletina. háannatími í háskólanum og ég hef engan tíma til að hanga á bloggsíðum. endalaus verkefni og ritgerðir sem ég á að vera löngu búinn að skila. ég hef lag á að draga þetta fram á síðustu stundu. svo sit ég sveittur á bókhlöðunni allan síðasta mánuð annarinnar og stari sturluðum augum á tölvuskjáinn. fingurnir í krampakenndum dansi á lyklaborðinu og þegar vinir mínir spyrja hvort ég vilji koma niður í kaffi urra ég og hræki á þá. ég kom ekki hingað til að masa.