Gundlungur bloggar heiminn
fimmtudagur, apríl 07, 2005

0 Comments:

Post a Comment

Jú, ég er á Bókhlöðunni. Búinn að gera næstum ekki neitt í allan dag.. og síðustu daga. Verkefnaskil í kvöld og fyrirlestur á morgun. Sjitt.

Tóti kom hérna áðan. Við ætluðum að kíkja saman á Sörlaskjólið, hvar ég skydi læra og hann teikna af mér ofurlitla skyssu á meðan.. til að nota í málverkið sitt, sjáiði til. Ég mun skipa stóran sess í því meistaraverki.
Andlitið mitt málað, hve ég man það alltaf skýrt.

Megas á afmæli í dag og ég ætla að óska honum til hamingju ef ég hitti hann á förnum vegi, sem er ekki líklegt. Ég mun a.m.k. ekki komast á tónleikana sem haldnir eru í kvöld, honum til heiðurs. Ég þarf að læra.

Skrítið. Tóti kom áðan og settist á borð við hliðina á mér. Fyrir svona hálftíma síðan tók ég eftir því að hann var horfinn. Á borðinu liggja húfan hans og skólataska en Tóta sé ég hvergi. Ég óttast að ég sjái hann aldrei aftur.

-- Skreif Gulli kl.21:08 -- 0 Komment