Gundlungur bloggar heiminn
mánudagur, apríl 11, 2005

0 Comments:

Post a Comment

Þjóðarbókhlaðan, musteri mennta og andlegrar upphafningar. Hingað kemur fólk til að stunda nám sitt í þægilegu umhverfi eða til að lyfta huganum á hærra svið, t.d. með lestri á góðri skáldsögu eða fallegu ljóði. Þó virðist þar um leið grassera hin svívirðilegasta lágmenning. Inni á almenningssalernum safnsins má glöggt sjá ummerki um þær lægstu hvatir sem bærast í brjósti hins siðmenntaða manns. Ég er að sjálfsögðu að tala um kúkabrandarann, helsta steininn í framfaragötu mannsandans.

Ég sá núna áðan að á einu salerninu hefur einhver - að öllum líkindum menntaskólagenginn einstaklingur - dundað sér við að skrifa á vegginn samheiti yfir þá athöfn sem við í daglegu máli köllum að ganga örna sinna, líklega meðan hann sjálfur ástundaði umrædda athöfn. Að auki gat ég ekki betur séð en fleiri aðillar á svipuðu þroskastigi hefðu bætt nýjum orðum í þetta samheitasafn.

Þarna mátti finna orð eins og skíta, drulla og freta, en einnig nokkur nýyrði svosem lolla og lorpa. Hið síðasta þykir mér reyndar nokkuð áhugavert, hljómfagurt og næstum því ónamatópeískt.

Svo hafði einhver skrifað eftirfarandi: gott að kúka s:696-4464.
Svolítið áhugavert.

Ég birti þessar upplýsingar til fróðleiks og tek enga ábyrgð á því hvernig fólk meðhöndlar þær.

-- Skreif Gulli kl.17:49 -- 0 Komment