Gundlungur bloggar heiminn
mánudagur, apríl 18, 2005

0 Comments:

Post a Comment

Kæra blogg. Ég var rosalega duglegur um helgina. Mér tókst að rumpa af þremur fylleríum (ef aðfaranótt föstudags er talin með), fara á þrjár bíómyndir, sækja einn fyrirlestur og horfa á tvær vídjóspólur. Ég fór í eitt innflutningsteiti, afmælisveislu og fermingarveislu. Ég klappaði kettinum mínum, hrósaði pabba og hjálpaði mömmu með tölvuna, lánaði bróður mínum skilríki og lagði út fyrir kippu handa Þorra.
Í vikunni vonast ég svo til að uppskera einsog ég hef sáð.
Það er best ég taki það fram að ég á afmæli á morgun. Þá gefst fólki tækifæri til að endurgjalda mér góðverkin.

-- Skreif Gulli kl.16:23 -- 0 Komment