Gundlungur bloggar heiminn
þriðjudagur, apríl 19, 2005

0 Comments:

Post a Comment

um luktar varir mínar léku þögul andvörp
yfir hinni hljóðu sál.
þú komst til mín í myrkrið
með brennandi vanga
lítið ljóð í tilefni dagsins, sjáiði til. í dag eru nefnilega liðin nákvæmlega tuttuguogsex ár síðan sveinbarn nokkurt var dregið nauðugt viljugt úr kviði móður sinnar af ókunnum manni, blautt og organdi. þann dag grét barnið af undrun, en undrunin breyttist fljótt í reiði og reiðin í heift. heiftin varð að hatri og hatrið skalf og nötraði í sinni tæru illsku þar til það náði hámarki og breyttist í herskip með fallbyssum og syngjandi áhöfn, en slíkt gerist gjarnan með hatur. herskipið umbreyttist svo í ást og ástin varð að kærleik sem að lokum holdgaðist í Guðlaug nokkurn, 26 ára gamalt ungmenni með háleit markmið og nákvæmlega engar minningar af þessu umbreytingaskeiði, enda má segja að það hafi farið fram á hinu huglæga sviði verundarinnar fremur en því hlutlæga, hvar svosem þau mörk liggja, ég mun ekki reyna að staðsetja þau hér. það væri efni í miðlungslanga skýrslu.
en allavega.. hér er ég. tuttuguogsex ára og grunlaus um þá andlegu þrautagöngu sem bíður mín í skjóli ókominna ára.

-- Skreif Gulli kl.13:39 -- 0 Komment