Gundlungur bloggar heiminn
miðvikudagur, maí 04, 2005

0 Comments:

Post a Comment

bara svo þið vitið það, þá er partí hjá mér í kvöld og ykkur er ekki boðið. ég ætla að halda það einn.

Það er annars komin ný kvikmyndagetraun. Sigurrós gat þá síðustu og sigraði því í þeim riðli. Hlýtur hún að launum rós. Svona sigur-rós skiljiði, ha ha. Neinei, hún fær tíkall.
Svo er komin ný spurning.

Sverrir, félagi minn úr menntaskóla, hafði samband við mig um daginn og stakk upp á að við héldum afmælisveislu saman. "Gígantískt partí með gellum og gjöfum og öllum græum" sagði hann með sannfæringarkrafti þess sem allt megnar og fyllti mitt annars kalda hjarta af hlýjum tilhlökkunarfiðringi. Ég fékk gemsanúmerið hans og við ætluðum að vera í sambandi. Síðan heyrði ég ekkert frá honum og ekki svaraði hann í gemsann sinn en nokkrir vinir mínir mættu víst í veislu til hans síðustu helgi. Veislu sem mér var ekki einu sinni boðið í!

Sverrir, ég drep þig næst þegar ég sé þig. Mér er drullusama þótt systir þín sé leikkona, ég fokkíng drep þig.

-- Skreif Gulli kl.17:59 -- 0 Komment