Gundlungur bloggar heiminn
föstudagur, maí 06, 2005

0 Comments:

Post a Comment

Nú, Þormóður frændi minn vann kvikmyndagetraunina frá gærdeginum með því að giska réttilega á Shawshank Redemption. Heppinn strákur hann Þormóður. Ég gaf honum tíkall í gær og þar með er málinu lokið að minni hálfu. En ég sé ekki betur en það sé komin ný spurning. Úr hvaða mynd skyldi þetta nú vera?

Ég man að einu sinni sat ég í stofunni heima og var að spila Cornelis Vreeswijk í græjunum. Móðir mín kom inn um dyrnar með fulla innkaupapoka og heyrði hina fögru tóna. Guuð, ertað hlustá Vreeswijk, ég og hann pabbi þinn hlustuðum svo mikið á þennan disk þegar við vorum að kynnast, sagði hún. Af einhverjum ástæðum ímyndaði ég mér þá að þau hefðu í tilhugalífinu búið saman uppi á gömlu kirkjulofti einhverstaðar í suður evrópu og hlustað á Cornelis í upptrekktum plötuspilara.
Náttúrulega bölvuð vitleysa, en ég sá þetta svona fyrir mér.

-- Skreif Gulli kl.12:27 -- 0 Komment