Gundlungur bloggar heiminn
mánudagur, júní 20, 2005

0 Comments:

Post a Comment

það er svolítið erfitt að vinna í dag því ég er að drepast úr þreytu. ég er að lesa yfir, leiðrétta og endurorða texta um reykköfun og eðli elds. ég hef lesið fyrstu setninguna svona sjöhundruð sinnum og sofnað yfir henni svona tuttugu sinnum og farið u.þ.b. fimmtíu sinnum fram að fá mér kaffi eða vatn eða farið á klósettið eða eitthvað. áðan tókst mér að sofna fram á bókina og slefaði þá yfir blaðsíðuna sem ég ætlaði að lesa. svo vakti ég sjálfan mig með ámátlegri svefnstunu og kipptist einhvernveginn til við það að vakna og sýndist þá yfirmaður minn standa fyrir utan gluggann og stara á mig. ég dauðskammaðist mín fyrir að hafa verið sofandi og fyrir að hafa vaknað svona aulalega en áttaði mig um leið á því að það var enginn utanvið gluggann, enda er skrifstofa mín á þriðju hæð og varla nokkur leið fyrir yfirmanninn að fylgjast með mér þaðan. nema kannski á stultum, en það væru nú undarlegir stjórnarhættir.

-- Skreif Gulli kl.14:18 -- 0 Komment