Gundlungur bloggar heiminn
þriðjudagur, júní 28, 2005

0 Comments:

Post a Comment

Fór á Prikið í hádeginu og hitti þar alveg óvænt Kötu og Berglindi. Ég settist hjá þeim og þær kysstu mig á kinnina, báðar tvær. Ég roðnaði og hló vandræðalega. Síðan kom hann Þormóður frændi minn og klappaði mér á öxlina alvarlegur á svip. Eitthvað í augnaráði hans fyllti mig slíkri öryggiskennd að mig langaði mest til að leggjast í kjöltu hans og mala; upplifa það áhyggjuleysi sem einungis ofurölfun hefur veitt mér hingað til. Ég lét það samt vera. Brosti þess í stað til hans óræðu brosi og strauk honum um hvirfilinn, saup á kaffinu mínu og dæsti.

-- Skreif Gulli kl.13:43 -- 0 Komment