Gundlungur bloggar heiminn
fimmtudagur, júní 30, 2005

0 Comments:

Post a Comment

halló krakkar og til hamingju með þennan ágæta fimmtudag. nú er hann Guðlaugur kominn með splúnkunýja (en þó svolítið notaða) fartölvu og búinn að fá lykla að nýrri íbúð (sem reyndar er eldgömul). næst á dagskrá er að sækja um húsaleigubætur, en til þess að fá þær þarf ég að gera mér ferð upp í þjóðskrá í Borgartúni og skipta um heimilsfang og svo til sýslumannsins í Skógarhlíð og láta þinglýsa leigusamningnum. síðan fylli ég út einhver eyðublöð og veiti yfirvöldum ótakmarkað umboð til að snuðra í mínum fjármálum. ótrúleg þessi bjúrókrasía. einhverstaðar í smáa letrinu held ég að standi að sýslumaður eigi rétt á að svívirða jarðneskar leifar mínar þegar ég hrekk uppaf einn gráan haustmorgun í þessari leigðu húskitru sem kostaði mig æruna.

-- Skreif Gulli kl.11:23 -- 0 Komment