fimmtudagur, júní 30, 2005
0 Comments:
Post a Comment
Svo ég svari honum Hirti frænda mínum og ástmanni þá erum við að fara að flytja á Snorrabraut 24, ég og Þorri og Þrándur og Tóta og Pési. Í gamalt og ævintýralegt hús á tveimur hæðum með fullt af herbergjum, kompum og undarlegum afkimum. Að auki er þarna þvottahús í kjallara, risavaxnar og sundurfúnar svalir og skúr sem er -undarlegt nokk- þónokkuð stærri að innan en utan. Þarna munum við hírast í u.þ.b. ár en þá verður byggingin rifin svo byggja megi lögfræði- eða auglýsingastofu á rústunum. Á rústum brostinna vona og ljúfsárra minninga.
Þangað til verður þar starfrækt frændakommúna. Eins og hjá forfeðrum okkar forðum.