Gundlungur bloggar heiminn
þriðjudagur, júní 21, 2005

0 Comments:

Post a Comment

vinnavinnavinna. ég á engan pening núna því ég eyddi honum í vitleysu, reikninga og veigar fyrir þremenningamót. í hádeginu ætlaði ég að hjóla í bankann minn útá Nesi og sækja Vísakort sem þar bíður mín en þegar ég var búinn að djöflast á hjólinu í tíu mínútur í mesta mótvindi sem ég hef lent í ákvað ég að stoppa á Tryggvó og reyna frekar að plata hann Tóta Kúl á kaffihús til að hádegishléið færi ekki alveg í hundana. hann Tóti, sem er alltaf til í rjúkandi kaffibolla, varð mér samferða niður í bæ en í sjoppu á leiðinni fékk hann synjun á kortið sitt og blankheitin urðu okkur óbærilega ljós. við áttum ekki einusinni fyrir fokkíng kaffi.
við klöppuðum hvor öðrum á axlirnar, þungir á brún og kvöddumst með andvörpum. ég fór aftur í vinnuna og fékk mér ristað brauð með osti og sultu. trúlega hefur Tóti farið heim á Tryggvó og hengt sig.
Hann á svo erfitt með að höndla peningaleysi hann Tóti.

sá sem svarar kvikmyndagetrauninni rétt og með fullnægjandi rökum fær verðlaun.

-- Skreif Gulli kl.13:31 -- 0 Komment