Gundlungur bloggar heiminn
mánudagur, júlí 18, 2005

0 Comments:

Post a Comment

ég fann um helgina gamlan magnara sem einhver hafði ákveðið að henda í ruslið. það hafði rignt þennan dag og magnarinn var orðinn hundblautur auk þess sem það vantaði á hann snúru til að setja í samband. ég tók hann nú samt, leyfði ræflinum að þorna heima í stofu og föndraði á hann rafmagnssnúru. kemur í ljós að krúttið þrælvirkar. tengdi hann við geislaspilarann minn og gamla hátalara og viti menn, sándið algjör draumur.

annars heppnaðist innflutningspartíið einkar vel og íbúðin tók sig vel út svona full af fólki. tók vel við fjöldanum, fannst mér. nú, Halldóra svaraði kvikmyndagetrauninni af fullnægjandi nákvæmni og æsandi kunnáttu og hefur því unnið sér inn 24" SONY monitor, sem hún má sækja á Snorrabrautina þegar hana listir.

þá er það bara að svara þessari..

-- Skreif Gulli kl.14:46 -- 0 Komment