Gundlungur bloggar heiminn
þriðjudagur, júlí 05, 2005

0 Comments:

Post a Comment

var ég búinn að segja ykkur að ég er að ritstýra námsbók fyrir slökkviliðsmenn?
örugglega..
mér finnst það ætti að skylda alla verkfræðinga og eðlisfræðinga til að taka nokkur námskeið í íslensku. þeim er nefnilega fyrirmunað að koma hugsunum sínum í orð. örugglega gáfað fólk og ágætlega upplýst en textinn sem það kúkar út úr sér.. það er nú meiri ræpan maður.

ég og Þorri fórum í Húsasmiðjuna um daginn og keyptum málningardót fyrir fúlgu fjár. pensla og rúllur og málningarbakka og plastdúka og fleira. þar á meðal 10 lítra af hvítri málningu á 5000kall. síðan skruppum við yfir í EuroPris sem er staðsett beint á móti Húsasmiðjunni. þar voru til sölu 10 lítra fötur af hvítri málningu á 1500 krónur! við urðum rosa svekktir og skiptumst á að bölva okrurunum í Húsasmiðjunni í sand og ösku.
þegar lítrarnir tíu kláruðust var farið beint í EuroPris eftir málningu á ásættanlegu verði. þá kom í ljós að hún var algerlega ónothæf.. bókstaflega ósýnileg. eftir eina umferð á ljósbleikan vegg (fyrrum íbúar virðast hafa verið einstaklega ósmekklegt fólk) sá ekki högg á vatni, veggurinn var jafn bleikur sem fyrr!

aldrei versla í EuroPris krakkar. það er viðbjóðsleg svindlbúð.

-- Skreif Gulli kl.10:03 -- 0 Komment