Gundlungur bloggar heiminn
þriðjudagur, ágúst 09, 2005

0 Comments:

Post a Comment

Það hljómar kannski ótrúlega, en um aldamótin 1900 var slökkviliðsmönnum skylt að hafa 15 cm sítt skegg. Þeir áttu að dýfa því vatn og troða upp í sig áður en þeir köfuðu inn í brennandi hús. Þetta gerðu þeir til að verjast eitruðum lofttegunudum; ef þeir önduðu gegnum blautt skeggið festust í því skaðlegar rykagnir. Í þá daga hlupu þeir líka um með fötur fullar af vatni og æptu og sungu eins og sjómenn.
Afar karlmannleg vinna var slökkvistarfið þá.


Nú á dögum verða slökkviliðsmenn að vera nauðrakaðir til að öndunargrímur þeirra falli þétt að húðinni. Þeir eru látnir klæðast lúðalegum búningum og ætli þeir að kafa reyk er þeim skylt að fara við annan mann og til að bæta gráu ofan á svart verða reykkafararnir að leiðast allan tíman. Það kallast reykkafarapar í kennslubókunum.

Mér finnst það bara fyndið því það eru yfirleitt mestu karlremburnar sem vilja verða slökkviliðsmenn.

-- Skreif Gulli kl.13:56 -- 0 Komment