Gundlungur bloggar heiminn
fimmtudagur, ágúst 18, 2005

0 Comments:

Post a Comment

jæja krakkar. þá hefur minn bara ekkert bloggað í níu daga. ég skil þetta ekki. það er eins og hugmyndabankinn í hausnum á mér taki stundum upp á því að loka, án nokkurrar sjáanlegrar ástæðu og þá get ég ekki gubbað upp úr mér einu orði. ekki skriflegu orði allavega, ég get alveg talað samt. öllu alvarlegra væri það nú ef ég gæti ekki talað, nógu erfitt að vera óskrifandi. það hefur a.m.k. komið sér einkar illa í minni skólagöngu þar sem ritgerðar- og smásögusmíð verða að sitja á hakanum meðan hin óviðráðanlega ritdeyfð gengur yfir. ég get ekkert gert nema beðið því ég kann við þessu engin ráð.

mig dreymdi í nótt Ólaf nokkurn Sólimann, þjáningabróður minn í íslenskum fræðum. við sátum á kaffihúsi með gömlum manni sem ég kann ekki frekari deili á. gamli maðurinn var að reyna að segja okkur gamansögur en það gekk eitthvað brösulega því spéfuglinn Ólafur gerði sér það að leik að grípa stöðugt fram í fyrir honum svo greyið maðurinn fékk ekki að ljúka við eina setningu. sá gamli var að lokum orðinn svo reiður og æstur að ég var dauðhræddur um að hann myndi annaðhvort lemja okkur eða detta niður dauður. Ólafur skemmti sér hinsvegar vel á kostnað gamla mannsins á virtist ekki sjá fram á aðsteðjandi hættur, enda slapp hann við að taka afleiðingum gjörða sinna þar sem ég vaknaði við helvítis vekjaraklukkuna.

í Draumráðningabókinni stendur eftirfarandi:
Ólafur: nafnið Ólafur er fyrir óhappi. Að dreyma grátandi Ólaf getur þó táknað óvænt tækifæri eða vinning í fjárhættuspili.
Öldungur: öldungur í draumum táknar óvænta endurfundi eða endurheimtingu á gamalli skuld. deyji öldungurinn í draumnum er það fyrir langvarandi veikindum.

að síðustu er hérna ný kvikmyndagetraun.. ekkert sérstaklega erfið, en óskaplega áleitin.

-- Skreif Gulli kl.10:31 -- 0 Komment