Gundlungur bloggar heiminn
föstudagur, ágúst 26, 2005

0 Comments:

Post a Comment

jæja. þá er maður bara staddur hérna.. á brunamálastofnuninni. hvernig ég endaði á þessum guðs volaða stað veit ég varla sjálfur. þó er eins og mig rámi í símtal frá brunamálastjóra þar sem hann tjáði mér að stofnunina sárvantaði íslenskumann í prófarkalestur. þá stóð ég fáklæddur í bongóblíðu austur í grafarholti með gemsann í annarri og malarskóflu í hinni, sólbrúnn og skorinn eftir eftir tveggja vikna vinnu við hellu- og þökulagningar fyrir þrælapískara nokkurn sem lofaði mér gulli og grænum skógum í skiptum fyrir mína skilyrðislausu undirgefni og ellefu tíma vinnudag. sá svikuli þrjótur hefur enn ekki staðið við sinn hluta af þeim munnlega samningi enda vissi ég betur en að treysta slíkum ógæfumanni til lengdar og nú sit ég hér, við skrifborð mitt á brunamálastofnun, fölur á brá og fíldur. líkami minn sem eitt sinn var stinnur og stæltur, tálgaður úr eik, er nú slappur og sljór líkt og rifsber að hausti. buddan tóm og lífsviljinn lagstur í dvala.

svo förlast vort líf
svo dvínar vor kraftur

-- Skreif Gulli kl.08:35 -- 0 Komment